QupZilla continues development as Falkon browser. There will be no more QupZilla releases.

Koma með framlög í QupZilla

QupZilla er opið og frjálst verkefni (open source), þannig að þér er meira en velkomið að hjálpa til! Ég er alltaf tilbúinn til að setja inn allar viðbætur og lagfæringar sem þú sendir mér. En að hakka í kóðanum er ekki eina leiðin sem hægt er að hjálpa við: þú getur þýtt QupZilla yfir á tungumálið þitt eða einfaldlega deilt því til vina þinna. Mundu að, dropinn holar steininn!

Ná í upprunakóða

Einfaldasta leiðin til að nálgast QupZilla er að klóna hann úr github hugbúnaðarsafninu. Það geturðu gert með því að keyra þessa skipun

$ git clone git://github.com/QupZilla/qupzilla.git

og svo geturðu byrjað að hakka. Þú getur síðan sent mér bætur með tölvupósti eða á github.

Þýða yfir á önnur tungumál

Önnur leið til að leggja sitt af mörkum er að bæta við eða laga þýðingar. Ef þú vilt bæta við nýju tungumáli, geturðu útbúið nýjar þýðingaskrár handvirkt, eða haft samband og það verður gert fyrir þig. Notaðu síðan Transifex til að sýsla með þýðingarnar.

Ítarlegri upplýsingar um þýðingar má sjá hér [kvikan á github]

Styrkja

Ef þér líkar við QupZilla, geturðu kannski styrkt verkefnið un einhverja upphæð.